Guðrún M. Örnólfsdóttir

Gunnarsfell sá um allar breytingar á sýningarsal og lagerrými okkar hjá Orgus, allt frá því að rífa niður eldra og setja upp nýja veggi og alveg upp í lokafrágang á húsnæðinu.  Gunnarsfell býður upp á heildarþjónustu, smíði, rafvirkjun og pípulagnir. Þeir sáu um allt og samskiptin voru frábær.  Iðnaðarmennirnir á staðnum voru skilvirkir, vandvirkir, þægilegir í nærveru og gengu vel um allt.  Við getum gefið Gunnarsfelli öll okkar bestu meðmæli og erum rosalega ánægð með vinnuna þeirra.